Menningarveislan hefst laugardaginn 3. júní kl. 13.00

Menningarveisla Sóheima hefst laugardaginn 3. júní kl. 13.00 við kaffihúsið Grænu könnuna. Að opnunarathöfn lokinni verður gengið til Ingustofu þar sem samsýning vinnustofa verður opnuð. Það má með sanni segja að sýningin hefur sjaldan verið glæsilegri en þetta árið. Eftir opnun listasýningarinnar verður gengið til Sesseljluhúss þar sem sýningin „Hvað hef ég gert“ verður opnuð. Það er okkar túlkun á vanda hnattrænnar hlýnunar og mögulegum lausnum. 

Kl.  14.00 hefjast tónleikar Sólheimakórsins og Leikfélags Sólheima undir stjórn Bjarka Bragasonar og Þrastar Harðarsonar. Kórinn tekur nokkur létt lög í skemmtilegum útfærslum og Leikfélagið flytur lögin úr leikritinu Ævintýrakistunni sem sýnt var við góðar undirtektir fyrr í vor.

TÓNLEIKAR Í SÓLHEIMAKIRKJU SUMARIÐ 2017

Allir tónleikarnir hefjast kl. 14.00

3 júní Sólheimakórinn og Ævintýrakistan
10 júní Fiðludúett – tangótónar
17 júní Sváfnir Sigurðarson
24 júní Lay Low
1 júlí Sæbrá
8 júlí Valgeir Guðjónsson
15 júlí Kristi Hanno
22 júlí Unnur Sara Eldjárn
29 júlí Unnur Malín Sigurðardóttir
5 ágúst Jónína G. Aradóttir
12 ágúst Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson
19 ágúst Svavar Knútur
Nánari upplýsingar um dagskrá Menningarveislunnar er að finna undir liðnum Á döfinni á forsíðu www.solheimar.is
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is