Listsýningin BRENNIMEISTARINN

Föstudaginn 7. október mun Kristján Atli Sævarsson opna sína fyrstu listsýningu BRENNIMEISTARINN í Ingustofu.

Sýnd verða fíugúratíf verk sem hann hefur verið að vinna síðastliðin misseri með brennipenna á smíðastofunni.


Kristján Atli Sævarsson fæddist á Blöndósi árið 1994. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 2002 og gekk í Breiðholtsskóla, Langholtsskóla og Borgarholtsskóla.

Kristján Atli fluttist svo til Sólheima árið 2015 og hóf listamannaferli sinn á smíðastofunni undir handleiðslu Christelle Bimier.

Hann hefur löngum verið áhugasamur um dreka og aðrar kynjaskepnur og hefur verið að brenna slíkar fígúrur á birkikrossvið síðastliðin misseri. Kristján Atli sýnir afrakstur þeirrar vinnu í Ingustofu á Sólheimum.

Sýningin opnar formlega föstudaginn 7. október kl. 16:00 og stendur til 6. Nóvember.

Allir hjartanlega velkomnir
 kristjan-atli-listsyningb

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is