Lífið er blátt á mismunandi hátt!

Lífið er blátt á mismunandi hátt!

Íbúar Sólheima létu ekki sitt eftir liggja í vitundavakningu um einhverfu. Dagurinn hófst að venju með morgunfundi þar sem íbúar mætti í bláu og vígðu listaverk þar sem hver íbúi á Sólheimum hafði málað 2 kubba í mismunandi bláum lit og Christelle Bimier fagstjóri á Smíðastofu sá um að setja saman í eitt samverk.

 

Markmið Blár Apríl er að auka vitund og þekkingu almennings á einhverfu og að safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

 

Hægt verður að berja listverkið augum á skrifstofu Sólheima í Ægibúð í apríl, en svo flyst það í Grænu könnuna yfir Menningarveislu Sóheima 2018.

 

Sólheimar hvetja alla til að kynna sér átakið á heimasíðu félagsins http://www.blarapril.is/

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is