Lokatónleikar Menningarveislu Sólheima – Unnur Birna og Björn Thoroddsen

Þau Unnur Birna og Björn Thoroddsen munu loka menningarveislu Sólheima sumarið 2019 með tónleikum í Sólheimakirkju kl. 14 á laugardag (31. ágúst). 

Hefð er fyrir því að Raggi Bjarna loki menningarveislunni með stórtónleikum en vegna veikinda hefur þeim verið frestað.  Þess í stað munu þau Unnur Birna og Björn Thoroddsen halda upp stuðinu á þessum síðustu tónleikum sumarsins.  Unni Birnu og Bjössa þarf vart að kynna en þau hafa komið víða við í músíksenunum bæði hér heima og erlendis.  Á tónleikunum á laugardaginn munu þau flytja lögin sem hafa mótað þau, lögin sem þeim þykir skemmtilegast að spila og taka á helstu stílum senunnar; m.a. djangodjass, blús, swing, latin, dass af proggi, popp og rokk í nýjum búningi auk frumsaminna laga.  

Við lofum frábærum lokatónleikum í Sólheimakirkju á laugardaginn kl. 14.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is