Laugardaginn 2 júní Menningarveisla Sólheima 2018 hefst klukkan 13:00 við Grænu könnunni

Menningarveisla Sólheima 2018

Formleg opnun menningarveislunnar verður laugardaginn 2. júní klukkan 13:00 við Grænu Könnuna með opnun á nýju og fallegu húsi í hjarta staðarins. Þar verður samsýning vinnustofa Sólheima skoðuð. Þá verður komið við í Sesseljuhúsi þar sem afleiðingar og mögulegar lausnir gegn hnattrænni verða skoðaðar. Hægt að fara á tónleika í Sólheimakirkju þar sem fyrstu tónleikar sumarsins hefjast klukkan 14:00.  Að venju verða það íbúar Sólheima sem taka lagið með gestum.  Hallbjörn Rúnarsson, sem leikur úlfinn, sýnir hvernig lag við leikrit verður til.  Leikritið og leikarar í Úlfar ævintýranna verða í forgrunni.  Klukkan 15:00   tekur Gylfi Ægisson lagið við nýja kaffihúsið.

Þetta verður í þrettánda skiptið sem Menningarveisla Sólheima er haldin. Þá bjóðum við gestum að koma heim og kynnast okkur og þeim gildum sem við stöndum fyrir og störfum eftir: Kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska.  Við leggjum metnað í að sem flestir finni sig hjá okkur og njóti með okkur.  

Verslun, kaffihús og sýning verður opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar.

Borg í sveit 
það vil svo skemmtilega að sama dag er bjóðið upp á viðburðurinn Borg í sveit – alvöru sveitadagur 

haldinn í fjórða skipti í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þetta verður góður dagur í sveitinni.

Allir hjartanlega velkomnir


 

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is