Jólagleði þriðjudaginn 29 nóvember í Sesseljuhús kl. 13:00

Klukkan 13-15 verður haldin Jólagleði í Sesseljuhúsi. Allir íbúar Sólheima eru velkomnir.
Jólagleðin er haldin í samstarfi við Kerhólsskóla en nemarnir sem hafa verið hjá okkur í haust munu mæta og segja frá því sem þau hafa lært hérna á þessum tíma. Allir nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla og foreldrar nemanda munu einnig mæta.

Dagskrá:
13:00 Mæting í Sesseljuhús
13:15 Kynning nemenda Kerhólsskóla á námi sínu á Sólheimum
13:30 Jólainnlegg frá íbúum Sólheima
14:00 Jólasveinninn kemur í heimsókn með mandarínur
Magnús Kjartansson tónlistarkennari í Kerhólsskóla leikur jólalög
Kveikt verður á jólatré Sesseljuhúss
14:30 Kakó og smákökur
15:00 Lok

Ég vona að þið sjáið ykkur fært að mæta á Jólagleðina, þetta er löngu orðin hefð hjá okkur.

Siggi Gísla verður 70 ára þennan dag og væri gaman ef hann yrði með svo við getum sungið fyrir hann afmælissönginn!
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is