Jólagleði og skemmtilegt samstarf!

Mikilvægt og skemmtilegt samstarf
Undanfarin ár hefur Sesseljuhús boðið nemendum úr Kerhólsskóla upp á valnámskeið í Sjálfbærni. Í ár tók félagsþjónustan þetta verkefni yfir á sína arma og var námskeiðið með örlítið breyttu sniði. Yfirlýst markmið með náminu var “Aukin umhverfisvitund” með lykilspurninguna “Hvað get ég gert?”. Nemendur í 7. Bekk, þau Gunnar, Hugdís, Patrik og Vala, komu einu sinni í viku alla haustönnina og leystu ýmis verkefni tengd markmiðinu. Í ár var bætt við fræðslu og umræðu um fatlanir. Þann 1. Desember s.l. héldu nemendurnir síðan áhugaverða kynningu um námið.
Haldin var jólagleði við tækifærið, margir komnir saman!! og við fréttum af rauðklæddum sveinum á ferð. 
Maggi Kjartans. tónlistarkennari las jólasögu í Arinstofu og sungin voru jólalög. Heitt kakó og piparkökur voru í boði 
Jólasveinarnir stekkjastaur og gluggagægir voru með góðgæti í poka og kveikt var á jólatré. 
Við skemmtum okkur öll vel og n.b. nú mega jólin koma.
Sólheimar eru þakklátir nemendum Kerhólsskóla og hlakka til áframhaldandi samstarfs.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is