Jóga- og hugleiðslunámskeið í Sesseljuhúsi.

Um helgina koma hingað Peter Sterios og Tristan Gribbin og verða með jóga- og hugleiðslunámskeið í Sesseljuhúsi. Námskeiðið ber heitið Endurnýjun og vöxtur og verður lögð áhersla á í Hatha jóga og nútíma hugleiðslu. Peter Sterios hefur mikla reynslu af jóga kennslu en hann býr í Kaliforníu. Peter hefur m.a. kennt Michelle Obama jógaæfingar. Tristan Gribbin kennir m.a. nútíma hugleiðslu í Baðhúsinu og hefur einnig hannað og leitt námskeiðið Be the Change þar. Hugleiðslan hjálpar til við að opna allar orkustöðvar líkamans, finna djúpa ró og auka skýrleika og andlegan styrk.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is