Stefnumótun Sólheima

Sólheimar hafa unnið stefnumótun fram til ársins 2014. Þar sem allar starfseiningar hafa lagt fram sína stefnu; búsetuþjónusta, handverkstæði, framkvæmdir, Sólheimakirkja og áfram má telja.

Það er því margt spennandi sem líta mun dagsins ljós á næstu misserum og árum í starfi Sólheima.

Hér fyrir neðan eru þau grunnatriði sem unnið var með í stefnumótuninni.

 

stefnumotun
Starf Sólheima sjálfseignarstofnunar (ses.) byggir á grunni sem Sesselja H. Sigmundsdóttir lagði  í byrjun 20. aldar.  Við mótun starfs Sólheima hefur ávallt verið horft sérstaklega til mannspeki Rudolf Steiner, kristilegra gilda og samspils umhverfis- og manngildis.

Markmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í þjóðfélaginu.  Unnið er útfrá „öfugri blöndun“, þ.e. samfélagið er byggt upp með þarfir hins fatlað/þess sem er að fá tækifæri að leiðarljósi, það er hinn „ófatlaði“ sem lagar sig að því samfélagi.

Markmiði Sólheima er náð með eflingu og samþættingu eftirfarandi þátta:

  • Vinna/starfsendurhæfing, fjölbreytt atvinnutækifæri og úrræði til starfsþjálfunar.
  • Félagsstarf – hrynjandi/andleg næring, fjölbreytt félagsstarf þar sem allir íbúar hafa tækifæri til þátttöku.  Hrynjandi sem skapar stöðugleika, festu, fjölbreyttni og öryggi.
  • Búseta, fjölbreytt framboð á húsnæði til leigu, auk framboðs á lóðum.
  • Þjálfun / meðferð, tækifæri til starfsmentunnar, þáttöku í námskeiðum og fyrirlestrum.  Framboð meðferðarúrræða s.s. tónlistar, handverks, hrynlistar og atferlisþjálfunar.

Markmið þessi ná til allra íbúa, en áherslur eru persónubundnar.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is