Hugmyndafræði

hugmyndafraediStarf Sólheima byggir á grunni sem Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir lagði, grunni sem mótaður er af íslenskum veruleika í byrjun 20. aldar, mannspeki Rudolf Steiner og kristilegum gildum.  Hugmyndafræði Dr. Karls König og Global Eco-village Network og nálganir Järna í Svíþjóð eru meðal þeirra þátta sem einnig hafa áhrif á hugmyndafræði Sólheima í dag.  Dr. König, eins og Sesselja, lagði ríka áherslu á að fólk með sérþarfir deildi jöfnum kjörum með öðru fólki í leik sem starfi.
 
Kjarni hugmyndafræði Sólheima er hinn sami og lagt var upp með þann 5. júlí 1930 – að veita einstaklingum tækifæri. Sólheimar skapa hverjum einstaklingi sem þar býr tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu.

Það hefur alla tíð verið mjög breytilegt hverjir hafa haft mesta þörf fyrir þau tækifæri sem Sólheimar hafa upp á að bjóða og þannig verður það um ókomna tíð.

Það er jafn brýnt nú eins og það var árið 1930 að skoða samfélagið sem við búum í og hlusta eftir hverjir það eru sem mesta þörf hafa fyrir tækifæri á Sólheimum.

Tækifæri skulu boðin til nýrra hópa og einstaklinga sem fá ekki sambærileg tækifæri annars staðar.  Styrkur samfélagsins að Sólheimum felst í fjölbreytni ekki einhæfni. Forsendan er þó ætíð að þjónustuþegar séu ekki meirihluti íbúa heldur þvert á móti minnihluti af heildarfjölda íbúa í byggðahverfinu. Forsendan er þó ætíð að þjónustuþegar séu ekki meirihluti íbúa heldur þvert á móti minnihluti af heildarfjölda íbúa í byggðahverfinu.

Hugtakið sem best lýsir Sólheimum er “öfug blöndun” þ.e. blöndun þar sem samfélagið er byggt upp með þarfir “hins fatlaða / þess sem er að fá tækifæri” að leiðarljósi og hinn “ófatlaði” lagar sig að því samfélagi.  Þetta er hið gagnstæða við “hefðbundna” blöndun.

Fatlaðir munu ávallt vera þungamiðja samfélagsins að Sólheimum.  Með meiri blöndun getur hinn fatlaði einstaklingur í auknum mæli orðið meira gefandi og leiðbeinandi í sínu eigin samfélagi.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is