Horft til framtíðar

Sólheimar eru að horfa til framtíðar og það er stutt þar til Sólheimar munu fagna 100 ára afmæli. Árið 2030 verður komið áður en við vitum af.  

Haldinn var í gær fundur með öllum einstaklingum með fötlun sem búsettur eru á Sólheimum.  Þar var rætt um framtíðina, hvernig viljum við sjá Sólheima þróast, hvað viljum við?  Hvernig húsnæði viljum við búa í, hvernig þjónustu viljum, hvernig viljum við þróa félagsstarfið, hvaða vinnustofur viljum við hafa, hverju viljum við halda og hverju viljum við breyta?  Á hvað á að leggja áherslu í aðgengismálum og fleira og fleira.

Margar frábæra hugmyndir komu fram, hugmyndir sem við munum vinna með.  Við notuðum einnig tækifærið og spurðum okkar fólk hvað við getum gert betur í dag.  Margar góðar ábendingar komu fram, ábendingar sem munu hjálpa okkur að gera betur.  

Starfsfólk Sólheima nýtti starfsdag sinn og fór í hliðstæða vinnu í nóvember og þar komu einnig mjög góðar hugmyndir fram, auk þess sem stjórn og fulltrúaráð hefur unnið að framtíðarsýn Sólheima.  

Ný stefnumótun Sólheima verður svo kynnt í vor, stefnumótun þar sem allir hafa haft tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri.

IMG_3597 IMG_3599 FullSizeRender IMG_0347 IMG_0348 IMG_0350 IMG_0351 IMG_0353 IMG_0354 IMG_0355 IMG_0356 IMG_3590 IMG_3592 IMG_3593 IMG_3594 IMG_3595 IMG_3596
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is