Heimskaffi

Einu sinni á ári hittast íbúar og starfsmenn á Sólheimum í Heimskaffi og spjalla saman um lífið og starfið á Sólheimum.
Í dag komu allir saman og léku sér með LEGO kubba. 
Dagurinn hófst á því að Ingunn frá Attentus fór yfir niðurstöður úr þjónustukönnun sem gerð var meðal íbúa og voru niðurstöðurnar mjög jákvæðar. Að því loknu var hópnum skipt upp í átta hópa sem notuðu LEGO SERIOUS PLAY aðferðarfræðina til að ræða um stöðu Sólheima og framtíðarsýn.
Niðurstöðurnar voru fróðlegar og allir skemmtu sér við að nota kubbana til að lýsa hugmyndum sínum.
Virkilega vel heppnaður dagur og allir gengu út með bros á vör.
 
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is