Hátíðardagskrá Sólheima helgina 4-5 júlí 2015

Um helgina verður hátíðardagskrá á menningarveislu Sólheima.

Laugardaginn 4.júlí kl. 14.00 ætlar Lay Low að heiðra okkur með nærveru sinni og flytja eigin tónsmíðar í Sólheimakirkju.

Sunnudaginn 5. júlí eru 85 ár síðan Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima og 10 ár frá vígslu Sólheimakirkju.
Í tilefni af því verður eftirfarandi hátíðardagskrá:

kl. 14.00 Sólheimakirkja.
Hátíðarguðsþjónusta
Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup predikar
Sr. Birgir Thomsen, prestur Sólheima
þjónar fyrir altari
Einsöng syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir
Organisti er Ester Ólafsdóttir
Meðhjálparar eru Eyþór K. Jóhannsson og
Erla Thomsen

kl. 15.30 Opnun aðseturs, félagsþjónustu og frístundastarfs

kl. 16.15 Skóflustunga: Fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingu við kaffihús, þar sem vera mun verslun og félagsaðstaða

Verið öll hjartanlega velkomin á Sólheima um helgina í góða veðrinu
solheimakirkja menning kirkja

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is