Göngugarpurinn Reynir Pétur Steinunnarson 70 ára 25. október 2018

Reynir Pétur hélt uppá 70. ára afmæli sitt með íbúum, vinum og vandamönnum í Vigdísarhúsi á Sólheimum.

Hann er svo mikill snillingur og heldur sér svo vel andlega, tala nú ekki um líkamlega.

Það eru alltaf fagnaðarfundir þegar Ómar Ragnarsson og Reynir hittast. 
Reynir bauð uppá þrautapróf tengt sögu Sólheima, íslandsgöngunnar, stærðfræði og tölum spilaði á munnhörpu og spjallaði um heima og geyma! Ómar hélt mikla lofræðu um kappann og botnaði nokkrar stökur!  Magnús Hlynur gerði þessu svo góð skil 26. október í fréttatíma stöðvar 2 og á vísir.is undir “ Reynir Pétur segist vel geta orðið 100 ára „

“ Mig langaði að bjóða svo mörgum í afmælið en húsið tók ekki fleiri!

Veistu að  1030 er kvintilljón sem stytting á tölunni 1.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.!
Nei, það vissi ég ekki,,
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is