Fulltrúaráð Sólheima

Aðalfundur fulltrúaráðs Sólheima fór fram í Sesseljuhúsi s.l. laugardag, en sextán af sautján fulltrúaráðsmönnum komust til fundar og var farið yfir fjölda mála.  

Ákveðið var að stofna sjálfseignastofnunina Sólheimasetur ses, en sú sjálfseignastofnun mun taka yfir fyrirtæki Sólheima þ.e., garðyrkjustöðina Sunnu, Sesseljuhús, verslun og kaffihús sem og Næranda, bakarí og matvinnslu.  
Með þessari breytingu næst betri rekstrarleg samþætting þessara eininga auk þess sem rekstur fyrirtækja verður að fullu aðskilinn rekstri félagsþjónustu.  

Með þessari ákvörðun var stígið stórt skref en umræður um breytt skipulag Sólheima hafa lengi verið til umræðu enda nauðsynlegt með auknum umsvifum að auka skilvirkni og tryggja aðskilnað fyrirtækjarekstrar og félagsþjónustu.  

Fulltrúaráðið setti sér einnig starfsreglur, þar sem hlutverk er betur skýrt auk þess sem kveðið er á um að auk aðalfundar verði haustfundur fulltrúaráðs.  

Sr. Gylfi Jónsson sem verið hefur í fulltrúaráði Sólheima frá stofnun þess ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í fulltrúaráðið og var Arna Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur kosin í fulltrúaráð Sólheima.

Björg Fenger gaf ekki kost á sér á ný í framkvæmdastjórn og er framkvæmdastjórn Sólheima þannig skipuð;
Pétur Sveinbjarnarson, formaður
Magnús Ólafsson
Sigríður Jóna Friðriksdóttir
Margrét Leifsdóttir
Ómar Einarsson
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is