Kertagerð

OLYMPUS DIGITAL CAMERAFramleiðsla kertagerðar er mjög fjölbreytt og listræn. Öll kerti kertagerðar Sólheima eru handgerð.

Kertagerðin framleiðir kerti til nota innandyra úr hreinu bývaxi og parafíni. Auk þess framleiðir kertagerðin ýmsar stærðir af útikertum úr endurunnu vaxi.

Tekið er á móti vaxi og kertaafgöngum til endurvinnslu á Sólheimum, bensínstöðvum Olís og á endurvinnslustöðvum Sorpu. Því miður er ekki hægt að endurvinna vaxið eða bollana undan sprittkertum.

Í kertagerð eru einnig framleiddir kertaskúlptúrar sem vakið hafa verðskuldaða athygli og var haldin sérstök sýning á kertaskúlptúrum á Sólheimum sumarið 2008.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is