Græna Kannan kaffihús

graena-kannanGræna Kannan er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta.

Græna Kannan hefur aðeins á boðstólnum drykki og meðlæti úr lífrænt vottuðu hráefni, þar á meðal góðgæti úr bakaríi Sólheima.   

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði kaffihússins ásamt því að úrval matar og drykkjar er aukið verulega, aðstaða fyrir lestur bóka og tímarit hefur verið bætt auk þess sem frír aðgangur er að interneti. 

Græna Kannan opin alla daga vikunnar frá 12-18 í júní, júlí og ágúst.

Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og má sjá yfirlit yfir komandi atburði í dálknum “ á döfinni“ á forsíðu heimasíðunnar.

Vertu velkomin(n) í kaffi á Grænu Könnuna. 

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is