Höggmyndagarður

stafnbuinÍslensk höggmyndalist

Listir og menningarstarf hafa ávallt verið snar þáttur í starfi Sólheima, þar sem áhersla hefur verið lögð á leiklist, tónlist og myndlist. Á 70 ára afmæli Sólheima 5 júlí árið 2000 opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra formlega höggmyndagarð Sólheima.
Höggmyndagarður Sólheima er með 14 höggmyndum eftir jafn marga listamenn og er eins konar vísir að yfirlitssýningu á íslenskri höggmyndalist 1900 – 1950. Þá eiga Sólheimar höggmyndina „Stafnbúinn“ eftir Helga Gíslason,sem gefin var Sólheimum 1995 í tilefni 50 ára afmælis Péturs Sveinbjarnarsonar stjórnarformanns Sólheima. Myndin stendur á Austur Ási fyrir ofan byggðina. Markmiðið með garðinum er þríþætt:

• Að skapa fagurt og menningarlegt umhverfi í hjarta byggðarinnar, sem íbúar geta notið allt árið.
• Að heiðra minningu brautryðjenda íslenskrar höggmyndalistar.
• Að laða að innlenda og erlenda ferðamenn og þannig auka tekjur af sölu afurða frá fyrirtækjum og
vinnustofum á Sólheima.
 

1. Verndarengillinn
Einar Jónsson 1874 – 1954
Gjöf heimilisfólks Sólheima í tilefni 30 ára
afmælis Lionsklúbbsins Ægis.
Þorvaldur Þorsteinsson félagi í Lionsklúbbnum Ægi 
og Gunnar Kárason bústjóri afhjupuðu verkið. 
 verndarengill
 2. Sáðmaðurinn
Ríkharður Jónsson 1888 – 1977
Gjöf kvenfélaga og safnaða
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra.
Ólöf ,dóttir listamannsins afhjupaði verkið
sadmadurinn
 3. Á heimleið
Gunnfríður Jónsdóttir 1889 – 1968
Minningargjöf um Gunnar Ásgeirsson
heimilisvin Sólheima, frá aðstandendum og
Bílgreinasambandi Íslands.
heimleid

 4. Rökkur
Nína Sæmundsson 1892 – 1965
Gjöf frá fyrirtækjum á Suðurlandi.

rokkur
5. Járnsmiðurinn
Ásmundur Sveinsson 1893-1982
Gjöf Seðlabanka Íslands í tilefni af
70 ára afmæli Sólheima.
Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri afhupaði verkið
jarnsmidurinn
 6. Steinblóm 1965
Magnús Á Árnason 1894-1980
Gjöf Landsbanka Íslands hf.
Vífill Magnússon sonur listamannsins
afhjúpaði verkið 5.júlí 1999.
steinblom
 7. Útlagar 1925
Guðmundur Einarsson 1895 – 1963
Gjöf Íslandsbanka hf.
Lydía Pálsdóttir, ekkja listamannsins
afhjúpaði verkið 5 ágúst 1997
utlagar
 8. Torso
Marteinn Guðmundsson 1905 – 1952
Gjöf frá Styrktarsjóði Sólheima.
Afhjúpuð 12 september 1996
af Hildi Jackson, stofnanda Gaia sjóðsins.
Torso1
 9. Blómgun
Sigurjón Ólafsson 1908 – 1982
Gjöf frá menningarsjóði Vísa.
Afhjúpað þann 2 október 1998
af Einari S. Einarssyni forstjóra Vísa
blomgun
 10. Barnaheimilið
To ve Ólafsson 1909 – 1992.
Gjöf Reykjavíkurborgar í tilefni
60 ára afmælis Sólheima.
barnaheimilid1
 11. Sellóleikarinn
Gerður Helgadóttir 1928 – 1975.
Gjöf Tryggingamiðstöðvarinnar.
Afhjúpað þann 5. júlí 2001
af Gunnari Felixsyni forstjóra Tryggingarmiðstöðvarinnar.
selloleikarinn

 12.  Bylgjur – 1977
Guðmundur Benediktsson 1920 – 2000
Gjöf frá Landsvirkjun.
Örn Marinóson afhjúpaði verkið 5. júlí 2003

jonbenediktsson

13. STROKUHESTAR 1975
Ragnar Kjartansson (1923 – 1988 )
7. júlí 2012
Gjöf frá   // Málning 
Höggmyndina afhjúpaði dóttir listamannsins
Inga Ragnarsdóttir 
14. FJÖRFISKUR 1960 
JÓN B. JÓNASSON  ( 1910 – 1972 )
1. JÚNÍ 2013
Gjöf fjölskyldu og vina listamannsins
Hulda Ósk Jónsdóttir 
dóttir listamannsins afhjúpaði verkið

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is