Garðar Sólheima

Sólheimar eru að byggja upp sex mismunandi garða sem í framtíðinni munu setja sterkan svip á samfélagið, fegra staðinn og auka lífsgæði íbúa og gesta. 

Þó svo að hver garður sé sérstakur og hafi sinn afmarkaða tilgang þá munu garðarnir tengjast og byggjast upp sem ein heild.

Garðarnir eru;

1.Höggmyndagarður.
Garðurinn var formlega opnaður á 70 ára afmæli Sólheima. Í garðinum eru 10 afsteypur listaverka eftir  frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar frá aldamótum 1900 til 1950 eða frá Einari Jónssyni til Gerðar Helgadóttur. Í framtíðinni er stefnt að því að í garðinum verði að finna eitt verk eftir alla viðurkenda íslenska höggmyndalistamenn á síðustu öld.

2.Ljóðagarður.
Nú þegar eru í garðinum ljóð eftir Matthías Jóhannnesen, Þórarinn Eldjárn og  Þorstein frá Hamri. Ljóðin í ljóðagarði fjalla öll um Sólheima.

3.Trjágaður –  trjásafn
Trjásafn Sólheima var formlega opnað 5 júlí 2005 á 75 ára afmæli Sólheima. Í garðinum eru um 50 tegundir  trjáplatna.

4.Orkugarður.
Orkugarður Sólheima verður með fræðsla bæði innan- og utandyra. Miðstöð garðsins er í Sesseljuhúsi. Í anddyri Sesseljuhúss verður upplýsingaskilti um Orkugarðinn og einnig verða sett upp upplýsingaskilti við hvern orkugjafa utandyra og göngustígar munu tengja saman sýningarsvæði mismunandi orkugjafa í eina heild.
Utandyra verður hægt að skoða og kynna sér eftirfarandi orkugjafa:
1. sólarorku – nú þegar eru uppsettir sólarsellur á þaki Sesseljuhúss
2. vindorku –  á Sólheimum er 600w vindmylla
3. jarðvarma – Sólheimar hafa eigin hitaveitu
4. vatnsorku – hefur verið sett upp smáveita 
5. líforku – Á Sólheimum er líforka bundin í fallegum skógi en þar er einnig að finna jarðgerðarvél sem forvinnur lífrænar leifar til áburðar.

5. Garður lífsins.
Í garðinum er ráðgert að gróðursetja eitt tré fyrir hvert barn sem fæðist með lögheimili að Sólheimum. Í deiliskipulagi Sólheima er gert ráð fyrir þessum trjagarði á milli Bergmálshús og Sólheimakirkju.

6. Kirkjugarður
Kirkjugarður hefur verið útbúinn við Sólheimakirkju.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is