Brekkukot – Nærandi

brekkukot1Starfsemi Brekkukots er margþætt en með megináherslu á framleiðslu á matvælum. Brekkukot sinnir rekstri á bakaríi, matvinnslu og mötuneytis á Sólheimum.

Nærandi er vörumerki afurða frá bakaríi og matvinnslu Sólheima en þar eru framleiddar afurðir úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Nærandi, bakarí er lífrænt vottað bakarí. Á boðstólunum eru brauð, kökur og bökur sem eru snæddar í mötuneyti Sólheima og seldar í Grænu Könnunni og í Versluninni Völu. Í Næranda, matvinnslu eru framleiddar krukkuvörur eins og marmelaði, chutney, salsasósa o.fl. ásamt súpum og kryddolíum úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Auk núverandi vörulínu er stöðugri þróunarvinnu haldið áfram og nýjum vörum bætt við. Þess má geta að vörur frá Næranda fást í Frú Laugu. Markmiðið er að bjóða vörurnar í sölu í fleiri verslunum á höfuðborgarsvæðinu ásamt í versluninni Völu og vera þar með leiðandi í framleiðslu á lífrænum matvælum í landinu.

brekkukot2Mötuneyti Sólheima annast hádegisverð fyrir íbúa Sólheima alla virka daga. Daglega er boðið upp á kjöt eða fiskrétt auk grænmetisréttar og er saltaborð með heimaræktuðu grænmeti yfir uppskerutímann.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is