Sumarstarfsmenn í skógrækt á Sólheimum
Sumarstarfsmenn í skógrækt á Sólheimum
Skógræktin Ölur á Sólheimum er ört vaxandi skógrækt, en meginmarkmið Ölurs er að hraða endurheimt skóglendis á Íslandi, vinna í þágu náttúrunnar og komandi kynslóða. Við óskum því eftir sumarstarfsmönnum sem brenna fyrir skógræktarmálum á Íslandi og vilja láta til sín taka, rækta framtíðar skóga landsins og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og náttúru.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ræktun og umhirða trjáplantna
- Gróðursetning trjáplantna í skógræktarlandi Sólheima
- Sáning, söfnun ræktunarefnis, trjáklippingar, umpottun, pikklun, flokkun, vökvun og önnur tilfallandi verkefni skógræktarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla af garðyrkju æskileg
- Jákvætt hugarfar og áhugi á skógræktarmálum
- Geta til að sinna líkamlegri vinnu
- Seigla til að sinna og klára tilsett verkefni
- Iðjusemi og stundvísi mikilvæg
- Nákvæmni í starfi og snyrtimennska
- Metnaður til að ná árangri í starfi og hafa áhrif
- Góð samskiptafærni og samvinnulund
- Reykleysi
Fríðindi í starfi
- Aðgangur að líkamsrækt utan vinnutíma