Menu
Menu

Sumarafleysingar í félagsþjónustu

Sumarafleysingar í félagsþjónustu

Félagsþjónusta Sólheima óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar.

Um er að ræða fjölbreytt og gefandi störf í þjónustu við fólk með fötlun, sem býr á sambýlum eða í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 10-12 tíma vöktum í viku vinnulotum í senn með viku fríi á milli.

Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af umönnun fólks með fötlun.

Viðkomandi þarf að vera jákvæður, lausnamiðaður og hafa ríka þjónustulund auk þess að hafa góða hæfni í samskiptum og áhuga á að starfa í anda gilda Sólheima. Við hvetjum áhugasama aðila, óháð kyni, til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar um störfin veita forstöðumenn félagsþjónustunnnar;

Aðalbjörg Jensdóttir (adalbjorg@solheimar.is) og Elfa Björk Kristjánsdóttir (elfa.bjork.kristjansdottir@solheimar.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita íbúum aðstoð við athafnir daglegs lífs
  • Framfylgja þjónustuáætlunum viðkomandi einstaklinga
  • Dagleg umsjón með heimilishaldi, þrifum og öðrum tilfallandi verkefnum
  • Hvetja íbúa til virkni, þjálfunar og þátttöku í félagslífi á Sólheimum
  • Samstarf við íbúa, aðstandendur og annað starfsfólk
  • Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög og reglur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Starfsmaður skal vera reyklaus og reglusamur
  • Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð
  • Reynsla af umönnunarstörfum æskileg
Fríðindi í starfi
  • Frí gisting í vaktalotum og aðgangur að líkamsrækt.
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!