Menu
Menu

Laust starf - Leiðbeinandi á vinnustofu í garðyrkju á Sólheimum

Leiðbeinandi á vinnustofu í garðyrkju á Sólheimum

Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða leiðbeinanda á vinnustofu í Garðyrkjustöðinni Sunnu.

Leitað er eftir jákvæðum og hugulsömum einstaklingi með ríka þjónustulund, áhuga á málefnum fatlaðs fólks og lífrænni ræktun.

Leiðbeinandi á vinnustofum í Garðyrkjustöðinni Sunnu aðstoðar fatlað fólk við vinnu og athafnir daglegs lífs.

Staðan er laus nú þegar. Viðkomandi aðili þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar um starfið veita forstöðumaður á vinnustofum, Karen Ósk Sigurðardóttir, karen@solheimar.is og garðykjustjóri Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, Ína Kjartansdóttir ina@solheimar.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Veita einstaklingsmiðaða aðstoð við fatlað fólk í vinnu, kaffipásum, samskiptum og athöfnum daglegs lífs út frá persónumiðuðum þörfum hvers og eins.

Taka virkan þátt í að skapa gott, vinsamlegt og valdeflandi starfsumhverfi.

Taka þátt í að hvetja til virkni, þjálfunar og þátttöku.

Aðstoða við að sinna undirbúningi og frágangi á verkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Starfsmaður skal vera reyklaus og reglusamur
  • Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð
  • Reynsla af umönnunarstörfum æskileg
  • Reynsla af garðyrkjustörfum æskileg

Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklingar búa og starfa saman. Þar er m.a. rekin, verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug. Á vinnustofum fer fram fjölbreytt starfsemi fyrir fatlað fólk í garðyrkju, leirgerð, vefstofu, smíðastofu, listasmiðju og í kertagerð.

Hér er hlekkur til að sækja um https://alfred.is/starf/leidbeinandi-a-vinnustofu-i-gardyrkju-a-solheimum

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!