Laust starf - Fagstjóri vinnustofu í kertagerð á Sólheimum
Fagstjóri vinnustofu í kertagerð á Sólheimum
Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða fagstjóra á vinnustofu í kertagerð.
Leitað er eftir jákvæðum og hugulsömum einstaklingi með ríka þjónustulund, áhuga á málefnum fatlaðs fólks, listum og handverki.
Fagstjóri á vinnustofum aðstoðar fatlað fólk við vinnu og athafnir daglegs lífs.
Fagstjóri í samráði við forstöðumann vinnustofa, stýrir starfi innan sinnar vinnustofu.
Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu í samráði við þjónustunotendur á vinnustofunum. Þjónustan skal miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og stuðla að virkni, jákvæðri sjálfsmynd og starfsánægju þjónustunotenda. Fagstjóri skal skapa gott og vinsamlegt starfsumhverfi og vera félagslegur stuðningur þegar kemur að því að halda uppi góðum teymisanda á vinnustofunum og í kaffitímum.
Staðan er laus nú þegar. Viðkomandi aðili þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður á vinnustofum, Karen Ósk Sigurðardóttir, karen@solheimar.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Valdeflandi verkleg og félagsleg aðstoð við þjónustunotendur í vinnu og virkni.
- Veita einstaklingsmiðaða aðstoð við fatlað fólk í vinnu, kaffipásum, samskiptum og athöfnum daglegs lífs út frá persónumiðuðum þörfum hvers og eins.
- Skipulag á daglegu starfi fyrir fatlað og ófatlað fólk sem sækir vinnu og virkni á vinnustofunni.
- Mótun, þróun og hönnun einstaklingsmiðaðra verkefna og verkferla í samráði við þjónustunotendur.
- Kennsla og þjálfun fatlaðs og ófatlaðs fólks til starfa og verkefna á vinnustofunum.
- Skapa gott, vinsamlegt og valdeflandi starfsumhverfi.
- Umsjón með frágangi, verðlagningu, verðmerkingu og framboði söluvöru frá vinnustofunni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun í þroskaþjálfun, listum eða kennslu æskileg
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg
- Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Starfsmaður skal vera reyklaus og reglusamur
- Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð
Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklingar búa og starfa saman. Þar er m.a. rekin, verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug. Á vinnustofum fer fram fjölbreytt starfsemi fyrir fatlað fólk í garðyrkju, leirgerð, vefstofu, smíðastofu, listasmiðju og í kertagerð.
Hér er hlekkur til að sækja um https://alfred.is/starf/fagstjori-vinnustofu-i-kertagerd-a-solheimum