Menu
Menu

Framkvæmdastjóri - Sólheimar

Stjórn Sólheima auglýsir stöðu framkvæmdastjóra félagsins lausa til umsóknar. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn sem kosin er af fulltrúaráði Sólheima. Ráðið er til fimm ára í senn og æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á staðnum.

 

Starfssvið

 • Ábyrgð á fjármálum og daglegum rekstri
 • Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum stjórnar
 • Stjórnun breytinga, samræming verkferla og vinnubragða
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
 • Stjórnun starfsmanna og mannauðsmála
 • Samskipti við þjónustunotendur, eftirlitsaðila og hagaðila

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Samskipta- og samstarfshæfni er mikilvæg
 • Þekking og reynsla í samskiptum við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er kostur
 • Frumkvæði í starfi og öguð vinnubrögð
 • Jákvæðni og áhugi á að leiða fjölbreytt starf í anda gilda Sólheima

 

Upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.

 

Á Sólheimum búa að jafnaði yfir eitt hundrað manns og eru starfsmenn Sólheima um sjötíu talsins. Hlutverk Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag, byggt á kristnum gildum og hugmyndum mannspeki, sem veitir íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og vera virkir þátttakendur. Starfsemi og aðstaða Sólheima er sniðin að því að þjóna fólki með þroskahömlun sem býr yfir starfsgetu.

 

Gildi Sólheima eru; kærleikur, fagmennska, sköpunargleði og virðing.

Hér er hlekkur til að sækja um starfið

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!