Afmæliskvöldvaka skátafélags Sólheima

Kvöldvaka, skátafélag Sólheima

Félagið var formlega stofnað 30. október 1985
Afmæli Skátafélags Sólheima sem var 32 ára í gær
Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi Íslands heiðraði okkur með nærveru sinni, kom með gjafir, vígði tvo skáta og veitti Guðmundi Pálssyni Þórshamarinn úr gulli fyrir óeingjarnt og fallegt starf fyrir skátahreyfinguna, Gummi Páls er fyrirmynd sem gott er að fylgja og við verðum að segja að Marta kom sá og sló í gegn, á svo margan hátt og tengdist svo innilega í okkar einstaka skátafélag. Guðmundur Pálsson stjórnaði kvöldvökunni. Auðvitað leystum við þau Guðmund og Mörtu út með gjöfum frá Sólheimum. Við erum einstaklega heppin í skátafélagi Sólheima að eiga góða að!

Ekki má nú gleyma veitingunum sem Rósý var allan daginn að undirbúa, pönnukökur, vöflur heimalagaðar berja og rabbabarasultur og svo margt annað kruðerý.
Takk skátar.

Fullt, fullt af myndum á fésbók Sólheima
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is