Námskeið í Qigong 4-6 mars í Sesseljuhúsi

Heilsuhelgi – Sál og líkami

Qigong – Nútvitund – Gleði

Sólheimum, Grímsnesi 4.- 6. mars 2016

Helgina 4. – 6. mars gefst einstakt tækifæri til að fræðast um og iðka Qigong til heiluseflingar. Þátttakendur kynnast núvitundaræfingum og aðferðum jákvæðrar sálfræði til að auka vellíðan.  Kvöld-samverur verða föstudags- og laugardagskvöld þar sem þátttakendum gefst tækifæri að rækta enn frekar gleðina innra með sér.

Qigong æfingar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Við ástundun Qigong drögum við að okkur hreina og tæra orku frá himni og jörðu – Hreinsum, nærum og styrkjum hverja einustu frumu líkamans. Æfingarnar byggja á öndun, hugleiðslu, heilsu og „bardaganum“ við okkur sjálf. Allir geta stundað qigong æfingar.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að framkvæma Qigong æfingarnar á réttan hátt. Smám saman losa æfingarnar um andlega og líkamlega spennu. Almennt bæta þær heilsuna og minnka líkur á veikindum. Eftir reglulega ástundun eykst orkan og kraftur til að framkvæma það sem okkur langar til. Stöndum betur með okkur sjálfum – óhrædd.

Meðmæli frá Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta: Qigong er stundað með leiðbeinendum sem stýra æfingum hverju sinni og þarf til þess í senn þekkingu og innsæi. Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér qigong þjálfun til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu.

Æfingar og fyrirlestrar verða í  Sesseljuhúsi.  Auk skipulagðrar dagskrár er innifalið í verðinu gisting í tveggja manna herbergjum með baði, matur, frjáls afnot af sundaðstöðu og heitum potti staðarins. Þátttakendur hafi með sér þægileg föt til æfinga og hlý útiföt.

Leiðbeinendur og gestgjafar: Þorvaldur Ingi Jónsson (Qigong), Jóhanna Marín Jónsdóttir (núvitund og jákvæð sálfræði) og Árni Áskelsson (kvöld-samverur).

Hámarksfjöldi þátttakenda 16 manns.  Verð kr. 30.000

Mæting á föstudegi kl. 17-18, brottför á sunnudegi kl. 15-16.

 

Skráning og nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Ingi í síma 899-2430 og valdi3@talnet.is

Staðfestingargjald 10.000 kr. greiðist fyrir 15. febrúar á reikning 0334-26-50001 kt.6603933159.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is