Vináttuskemmtun á Sólheimum laugardaginn 24. september klukkan 13:00

Komið þið sæl

Laugardaginn 24. september stendur íþróttanefnd fatlaðra hjá HSK fyrir skemmtun á Sólheimum í Grímsnesi.

Skemmtunin hefst kl. 13 með hinni árlegu og vinsælu Svarta Péturskeppni þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Svarti Pétur stendur í u.þ.b. 1 1/2  klukkustund.

Eftir það verður farið í spil, leiki og ýmsar skemmtilegar þrautir úti og inni en að sjálfsögðu fer útiveran eftir veðri.  Dæmi um það sem í boði verður:  Diskósund, boccia/nákvæmniskeppni, pottakast, bingó, stólaskrímsli, folf keppni, hringjakast, nælonsokkaleikur, flöskuleikur og ýmislegt fleira. Stiginn verður dans á skemmtuninni og pizza á boðstólum. Að sjálfsögðu ráða þátttakendur í hverju þeir taka þátt. 

Kostnaður er 1500 krónur og allt innifalið.

Farið verður af stað kl. rúmlega 12 frá Selfossi en nánari upplýsingar um brottför verður auglýst síðar.

Allir á svæði HSK, þ.e. í Árnes-og Rangárvallasýslu, eru velkomnir. Það er ekki nauðsynlegt að tilheyra íþróttafélagi til að taka þátt og við fögnum sérstaklega þeim sem eru nýir. Ekkert aldurstakmark.

Hjálpið okkur að láta þetta berast sem víðast og hvetið til þátttöku.

Skráningar hjá Obbu – s. 866 1819, obba@ismennt.is eða facebook

og Valgeiri – s. 855 6022 eða valgeir@solheimar.is

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is