Turn Kindness On í heimsókn á Sólheimum

Turn Kindness On eru hjálparsamtök frá Hawaii í Bandaríkjunum. Fulltrúar þeirra,  Ellen fjölskyldan, heimsótti Sólheima á dögunum. Þau eru á ferð um Ísland og ákváðu að heimsækja Sólheima eftir að hafa heyrt um samfélagið frá leiðsögumanni sínum. Þau fengu leiðsögn um svæðið og upplýsingar um sögu og starfsemi Sólheima. Turn Kindness On eru samtök sem að aðstoða m.a. heimilislausa, munaðarlausa og eldri borgara um heim allan og styrkja þau fjárhagslega. Í lok heimsóknarinnar gáfu þau Sólheimum 500 dollara sem munu eflaust koma í góðar þarfir í samfélaginu. Finna má upplýsingar um samtökin á www.turnkindnesson.org
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is