þriðjudaginn 20 júní Tónleikar Kammersveit La Sierra University klukkan 17:30 í Sólheimakirkju

Kammersveit La Sierra University í Kaliforníu.
Sólheimakirkja klukkan 17:30

Kammersveit La Sierra University í Kaliforníu er væntanleg til Íslands þann 19. júní. Kammersveitin er skipuð ungmennum á tvítugsaldri auk kennara þeirra, alls 9 manns. Hljóðfæraskipan er strengjasextett, flauta, píanó og söngur. Efnisskrá Kammersveitarinnar er mjög fjölbreytt, m.a. Tríó fyrir selló og flautu, Op. 63 eftir C.M. von Weber, Kvartett nr. 4 í C dúr K. 157 eftir W.A. Mozart og Píanókvintett í f moll, Op. 34 eftir J. Brahms. Stjórnandi sveitarinnar er Dr. Dean Anderson.
Kammersveit La Sierra University heldur tónleika í Hörpuhorni laugardaginn 24. júní kl.16 og er aðgangur ókeypis. Auk þess heldur sveitin tónleika á Sólheimum í Grímsnesi, á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, í Aðventkirkjunni í Reykjavík og Hafnarfirði og í Landakirkju í Vestmannaeyjum.T
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is