Til hamingju með afmælið frú Vigdís

Sú einstaka kona, frú Vigdís Finnbogadóttir er 85 ára í dag. Vigdís hefur alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima og heimsækir okkur reglulega.

Í morgun fóru nokkrir íbúar Sólheima með nýbakað brauð og kökur úr bakaríinu okkur og færðu frú Vigdísi eftir að hafa sungið fyrir hana afmælissönginn.

Það voru mikil forréttindi að fá að syngja afmælissöng Sólheima og að njóta samveru við okkar góða vin á þessum merku tímamótum.

Til hamingju með daginn frú Vigdís Finnbogadóttir.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is