Úrræði fyrir atvinnulausa

Sólheimar hafa í á annan áratug unnið með Vinnumálastofnun að endurhæfingu og starfsþjálfun atvinnulausra og langtíma atvinnulausra.

Umgjörð Sólheima hentar einstaklega vel til að styðja þá einstaklinga sem hafa átt erfitt með að hasla sér völl á almennum vinnumarkaði og veita þeim nauðsynlega verkþjálfun og sjálfsmat svo þeir geti orðið betur hæfir á almennum vinnumarkaði.

Sólheimar vinna nú í samstarfi við Vinnumálastofnun við að veita þeim einstaklingum sem misst hafa vinnu tækifæri til atvinnuþátttöku.

Hægt er að hafa samband bæði við Vinnumálastofunun á Selfossi eða Sólheima á netfangið solheimar@solheimar.is  eða í síma 422 6000 til að fá upplýsingar um þau úrræði sem eru í boði hverju sinni.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is