Styrktarsjóður Sólheima

Í samræmi við hlutverk og tilgang Styrktarsjóðs Sólheima eru í umsjón hans fjórir sjóðir:

Orlofs- og starfsmenntasjóður

Orlofssjóður var stofnaður á 60 ára afmæli Sólheima árið 1990. Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til orlofsdvalar.
Starfsmenntasjóður var stofnaður árið 2002, er 100 ár voru liðin frá fæðingu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur.
Þessir tveir sjóðir hafa nú verið sameinaðir í einn sjóð.  Sjóðurinn styrkir orlofsdvalir íbúa auk þess að stuðla að fræðslu og endurmenntun íbúa.

Menningasjóður

Í menningarsjóð er lagt árlegt framlag fyrirtækja Sólheima, Sólheima ses og Styrktarsjóðsins.
Sjóðurinn hefur fyrst og fremst annast kaup á listaverkum og styrkt menningarviðburði.

Atvinnuþróunarsjóður

Sjóðurinn var stofnaður árið 2004. Í sjóðinn rennur hluti sölutekna af vörum verkstæða Sólheima auk þess sem hagnaður af rekstri fyrirtækja Sólheima rennur til sjóðsins. 
Sjóðurinn styður við og styrkir uppbyggingu atvinnustarfsemi og endurbætur í allri atvinnustarfsemi á Sólheimum. 
Meðal verkefna sjóðsins hafa verið kaup ýmissa tækja á vinnustofur, endurbætur á kaffi- og samveruhúsinu Grænu Könnunni, uppbygging á bakaríi og matvinnslu.  Atvinnuþróunnarsjóður kemur að stuðningi við stækkun garðyrkjustöðvarinnar Sunnu. 

Péturssjóður

Sjóðurinn var stofnaður með gjafafé þann 23. ágúst árið 2005. Það ár stóð sjóðurinn fyrir kaupum á kirkjuklukkum fyrir Sólheimakirkju.  Sjóðurinn kom einnig að fjármögnun altaristöflu Sólheimakirkju. 
Að auki hefur Styrktarsjóðurinn styrkt fjölda framkvæmda og verkefna, má þar nefna styrk við byggingu Vigdísarhúss, styrk vegna Hraunprýði, hús sem flutt var frá Nesjavöllum að Sólheimum. Styrkt uppbyggingu á nýju gróðurhúsi skógræktarstöðvarinnar Ölurs og styrki til tækjakaupa fyrir garðyrkjustöðina Sunnu.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is