Starfsnám

Starfsnám á Sólheimum býður nemendum upp á að öðlast starfsreynslu og geta unnið að eigin áherslum á sínu sviði um leið og þeir öðlast innsýn í hvernig unnið er að umhverfislegri og samfélagslegri sjálfbærni undir handleiðslu starfsfólks á Sólheimum. 

Tilgangur starfsnáms á Sólheimum

Starfsnám á Sólheimum miðar að því að bjóða einstakt tækifæri fyrir nemendur til að taka þátt í menntaverkefni sem sem miðar að aukinni sjálfbærni og sterkara samfélagi í sjálfbæru samfélagi á Suðurlandi. Sólheimar eru heimsþekkt samfélag fyrir fólk með sérþarfir, og mun starfsnámið veita nemendum innsýn í og reynslu af þátttöku í sjálfbæru samfélagi og gefa þeim tækifæri á að einbeita sér að einstaklingsmiðuðum verkefnum og markmiðum í námi sínu.

Starfsnámið – Yfirlit


Starfsnám á Sólheimum er opið fólki sem er í námi og öðrum (18 ára og eldri) en þeir sem sýna frumkvæði og einlægan áhuga, og hafa menntun á sviði samfélagsmála, listgreina, umhverfisfræða og/eða áhuga á öðrum rannsóknum sem uppfylla þarfir Sólheima.

Markmið starfsnámsins eru:

  • Að kynna nemendum daglegt líf og störf í sjálfbæru samfélagi sem er eitt hið elsta á heimsvísu og einstakt að uppbyggingu og starfsemi.
  • Að nemendur öðlist skilning á því hvernig unnið er að sjálfbærni með samfélagi.
  • Að nemendur þrói einstaklingsmiðuð lærdómsmarkmið fyrir starfsnámið.
  • Aðstoða nemendur við að velja sér starfsvettvang með því að veita starfsreynslu á þeirra kjörsviði.
  • Að aðstoða nemendur við að skapa tæki til að þróa starfsferil sinn.
  • Mynda tengsl við aðra á þeirra kjörsviði sem geta aðstoðað nemendur við að fá starf við hæfi.
  • Að hjálpa nemendum við að öðlast skilning á samfélagi, sjálfbærni og umhverfismálum.
  • Að auka þekkingu nemenda á íslenskri menningu, tungumálinu og sögu landsins.
  • Að styrkja nemendur sem einstaklinga, sjálfstæði þeirra og persónlulegan vöxt og þroska.

Unnið er að þessum markmiðum með handleiðslu nemendanna og uppbyggingu starfsnámsins. Aðalleiðbeinandi starfsnámsins er forstöðumaður Sesseljuhúss umhverfisseturs.

Frekari upplýsingar varðandi starfsnámið eru veittar í síma 422 6080, en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á sesseljuhus@solheimar.is

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is