Starfsnemar

Starfsnám

Námsframboð og fræðslustarf hefur aukist jöfnum höndum á Sólheimum undanfarin misseri og árið 2010 var fyrst boðið upp á starfsnám á Sólheimum. Starfsnámið býður nemendum upp á að öðlast starfsreynslu og geta unnið að eigin áherslum á sínu sviði um leið og þeir öðlast innsýn í hvernig unnið er að umhverfislegri og samfélagslegri sjálfbærni undir handleiðslu starfsfólks á Sólheimum.

Starfsnám á Sólheimum býður upp á einstakt tækifæri fyrir nemendur að taka þátt í verkefni sem sem miðar að aukinni sjálfbærni og sterkara samfélagi á Sólheimum. Sólheimar eru heimsþekkt samfélag fyrir fólk með sérþarfir, og mun starfsnámið veita nemendum innsýn í og reynslu af þátttöku í sjálfbæru samfélagi og gefa þeim tækifæri á að einbeita sér að einstaklingsmiðuðum verkefnum og markmiðum í námi sínu.

Hægt er að sækja um starfsnám á eftirfarandi stöðum í byggðinni:

Sesseljuhús – umhverfissetur

Nærandi – matvinnsla og bakarí

Verslunin Vala og Græna kannan, kaffihús

Vinnustofur (listasmiðja, vefstofa, leirgerð, jurtastofa, kertagerð og smíðastofa)

Viðhald og byggingar

Skógræktarstöðin Ölur

Gróðrarstöðin Sunna

 

Hægt er að sækja um með því að smella á ,,Internship application form“ hér til hliðar (á ensku).

 

Upplýsingabæklingur um starfsnámið (á ensku) 

Upplýsingabæklingur fyrir starfsnema og sjálfboðaliða (á ensku)

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is