Fangar

Frá árinu 2004 hefur verið samstarf á milli Fangelsismálastofnunar og Sólheima um verkefnið „Vistun og samfélagsaðlögun fyrirmyndarfanga“.

Verkefnið hefur gengið einstaklega vel og aukið til muna lífsgæði og samfélagsaðlögun fjölda fanga og verið jákvæð þróun í starfi Sólheima.

Tveir til þrír fangar dvelja á Sólheimum í einu og ganga þar til starfa og félagslegrar þátttöku eins og aðrir íbúar. Skýrar reglur eru um dvöl fanga og ber að fara eftir þeim án frávika.

Fangar hafa einstakt tækifæri til að byggja upp tengsl við fjölskyldu sína hvort heldur það er með heimsóknum í lengri eða skemmri tíma og/eða að maki og börn búi með fanga hluta af dvöl hans.

Yfirumsjón með verkefninu hefur Sr. Birgir Thomsen Sólheimaprestur.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is