Sólheimar í sveit, hestaþerapía.

Sólheimar í sveit!

Nú erum við farin af stað með hestaþerapíu, sem er samstarf Meike Witt kennara, Vorsabæ 2 Skeiðum og Sólheima.

Þetta eru námskeið þar sem öryggismál eru í forgangi, hesturinn er auðvitað dýr sem bera skal virðingu fyrir. Lært er um hvernig á að umgangast hesta, þrýfa og gefa.   Reiðtygi eru skoðuð og yfirfarin, hjálm skal alltaf nota o.s.f.

Auðvitað er farið á bak og riðið um höllina. Þess má geta að aðstaða á Vorsabæ 2 er mjög góð og heimafólk og starfsmenn til fyrirmyndar. Á myndinni má sjá hóp nr. 1 af fjórum og standa námskeiðin til vors. Hver hópur mætir í 2-4 skipti, kennt er á mánudögum.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is