Skátamessa í Sólheimakirkju

Skátamessa í Sólheimakirkju.

Hin árlega skátamessa var  í Sólheimakirkju sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00
Sr. Birgir Thomsen þjónaði fyrir altari
Ræðumaður er úr hópi skáta var engin annar en Guðmundur Pálsson annar stofnenda Skátafélags Sólheima hinn var Gui litli, sem komst því miður ekki en þeir félagar ætla að fjölmenna á Skátadag Sólheima sem verður laugardaginn 15 ágúst í sumar
Tilefnið er að halda uppá 30. ára afmæli Skátafélags Sólheima. Guðmundur“ Gummi Páls “ fór í sinni ræðu  yfir stofnun og sögu Skátafélagsins fyrstu árinn
Guðmundur hefur alla tíð verið okkur stoð og styrkur.
Skátakórinn söng, skátakórinn er frábær!  bara að láta vita! Skátakórinn gaf Skátafélagi Sólheima hnútaspjald til að hvetja til hnútakennslu.
Organisti var Ester Ólafsdóttir
Ritningarlestra las Valgeir Fridolf Backman félagsforingi
Meðhjálparar eru Eyþór K. Jóhannsson og Erla Thomsen
Þetta var frábær dagur sem endaði að sjálfsögðu með kaffi og kruðeríi í Grænu Könnunni.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is