Vistvernd í verki

Í janúar 2008 hófst á Sólheimum verkefnið Vistvernd í verki en það er alþjóðlegt umhverfisverkefni sem Landvernd stýrir hér á landi. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Um 700 heimili hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu á Íslandi. Sveitarfélögin sem stóðu sig best í ársbyrjun 2008 voru Bláskógabyggð þar sem 12% íbúa höfðu tekið þátt og Hveragerði þar sem 9% íbúa höfðu tekið þátt.

Eins og fram kemur á heimasíðu Landverndar þá byggist Vistvernd í verki á hópstarfi þar sem fulltrúar 5 til 8 heimila koma saman. Hverjum hópi er fylgt eftir af leiðbeinanda og allir þátttakendur fá handbók og vinnubók þar sem finna má góð ráð og skrá árangur starfsins. Leiðbeinandi stýrir fyrsta og síðasta fundi en þess á milli starfar hópurinn sjálfstætt en með stuðningi leiðbeinanda. Í bókinni eru tekin fyrir fimm viðfangsefni; sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn. Fundirnir eru notaðir til að fara yfir ýmis atriði í rekstri heimilisins og til að finna leiðir til úrbóta. Hver fundur er helgaður einu viðfangsefni og tekur að hámarki tvær klukkustundir.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is