Sesseljuhús umhverfissetur

Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er staðsett í hjarta Suðurlands, að Sólheimum í Grímsnesi og þar fer fram alhliða fræðsla um umhverfismál.

Í Sesseljuhúsi er meðal annars boðið upp á háskólanám fyrir bandaríska nemendur og valnámskeið fyrir nemendur Grunnskólans Ljósaborgar, sem er grannskóli Sólheima. Haldin eru málþing, fundir og námskeið þar sem allir eru velkomnir.

Á hverju sumri er opnuð sýning um umhverfismál í tengslum við Menningarveislu Sólheima og að auki er gefið út fræðsluefni sem bæði er hægt að nálgast hér á síðunni og í Sesseljuhúsi. Unnið er í samstarfi við innlenda og erlenda aðila að fræðslu um umhverfismál og er fræðslustarfsamofið öðru starfi að umhverfismálum á Sólheimum.

sesseljuhus (1)

Sesseljuhús er timburhús með grasþaki og voru sjónarmið umhverfisverndar í hávegum höfð við hönnun og smíði þess. Húsið opnaði 5. júlí 2002 en þá voru 100 ár liðin frá fæðingu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, sem var langt á undan sinni samtíð í umhverfismálum. Fyrstu skóflustunguna tók Sif Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, en ríkisstjórnin lagði fram 75 milljónir króna til byggingar hússins. 

Húsið er leigt út til almenns funda- og námskeiðahalds, en afar góð aðstaða fyrir allt að 100 manns er í húsinu, sjá Ráðstefnu- og fundaaðstaða. Það er öllum opið og gestum velkomið að ganga um og skoða allar þær nýjungar sem húsið hefur upp á að bjóða.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is