Samvinna og sýning listnema á Sólheimum

Tuttugu og sex listnámsnemendur og kennarar frá fjórum löndum munu dvöldu í vinnubúðum á Sólheimum dagana 2. – 6. júní til að leggja lokahönd á tveggja ára samstarfsverkefni á sviði list- og verkmenntunar. Verkefnið gengur undir nafninu TIA (Tradition, Innovation and Assessment in Vocational Art Education and Traning) og er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins. Tilgangur þess er að efla samvinnu milli landa í list- og verkgreinum.

Íslensku þátttakendurnir eru nemendur og kennarar í Borgarholtsskóla í Reykjavík en auk þeirra koma þátttakendur frá listaskólum í Eistlandi, Lettlandi og Ítalíu. Verkefnið hófst í Eistlandi og Lettlandi, því næst á Ítalíu og lýkur með vinnubúðunum á Sólheimum.

Hér má lesa nánar um TIA verkefnið: http://vefir.multimedia.is/tia. 

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri: Kristveig Halldórsdóttir / 6990700 / kristveig@bhs.is

kristv3

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is