Samfélagssjóður Valitor styður Menningarveislu Sólheima

Fórum í bæjarferð
Samfélagssjóður Valitor styður Menningarveislu Sólheima 2018 og 2019 við erum afar þakklát fyrir styrkinn.
Á mynd eru Karen Ósk Sigurðardóttir, Einar Baldursson, Kristján Ellert Arason, Erla Björk Sigmundsdóttir, Valgeir Fridolf Backman og þeir Kristinn Þór Harðarson framkvæmdastjóri Valitor og Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.

,,Samfélagssjóður Valitor veitti 8 styrki  að heildarupphæð kr. 7.850.000 hinn 23. maí sl., en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni, sem bæta mannlíf og efla.

Að þessu sinni hlutu eftirtaldin verkefni og aðilar styrk úr sjóðnum:

Women Leaders Global Forum til að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi.

Verkefnið ,,Allir öruggir heim“ til að kaupa endurskinsvesti fyrir börn sem gefin verða í leik- og grunnskóla landsins.

Sumarbúðir KFUM og K í Ölveri, til að endurnýja gisti- og hreinlætisaðstöðu sumarbúðanna.

Sólheimar í Grímsnesi til að standa fyrir menningarveislu Sólheima sem haldin er á hverju sumri.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar til að styrkja tekjulitlar konur til menntunar.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, til að veita félagsmönnum sínum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu.

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir til að stunda meistaranám í Sellóleik við Juilliard listaháskólann í New York.

Óskar Magnússon til að stunda meistaranám í klassískum gítarleik við San Francisco Conservatory of Music.

Stjórn sjóðsins afhenti styrkina, en hana skipa Guðmundur Þorbjörnsson, stjórnarformaður Valitor, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Valitor Ísland.

Sjóðurinn var stofnaður fyrir 26 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 200 styrkir til einstaklinga og samtaka, sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar, samfélags- og velferðarmála.“

 
Virkilega vel gert og til fyrirmyndar hjá Valitor.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is