Samfélagið í nærmynd á Sólheimum

Aðventan er skemmtilegur tími á Sólheimum í Grímsnesi eins og umsjónarmenn Samfélagsins í Nærmynd komust að raun um þegar þær kíktu þangað í heimsókn í dag.

Það er hefð fyrir því að halda veglega uppá aðventuhátíðina á Sólheimum eins og Samfélagið í Nærmynd komst að og er alltaf talsvert af gestum sem koma til að njóta rólegrar stundar í litla þorpinu sem lýst er upp í skammdeginu.  Í sýningarsalnum í Ingustofu er jólasýning frá vinnustofum Sólheima og er listhúsið einnig opið fyrir þá sem eru í jólagjafahugleiðingum.  Kaffihúsið í grænu könnunni kynnir ýmiskonar hefðir í  jólabakkelsi frá nokkrum Evrópulöndum bakað í lífrænt vottuðu bakaríi Sólheima. Einnig geta börnin dundað sér við að útbúa lítil jólahús á meðan dagskráin er í kaffihúsinu. 

Hér er þátturinn í heild sinni á vef RÚV

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is