Ráðstefna á Sólheimum: „Sólheimar – kennslustofa í umhverfisfræðslu“

Sesseljuhús á Sólheimum boðar til örráðstefnu um sjálfbærni föstudaginn 17. apríl frá kl 9:30 – 12:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Sólheimar – kennslustofa í umhverfisfræðslu“. Undanfarna 3 mánuði hafa 10 nemar frá ýmsum Bandarískum háskólum dvalið á Sólheimum við nám í umhverfisfræðslu. Nemarnir koma hingað í gegnum samtökin CELL (Center for Ecological Living and Learning). Þau hafa undir handleiðslu kennara stundað nám í umhverfismálum með sérstakri áherslu á sjálfbærni. Einnig hafa þau unnið að sjálfstæðum verkefnum með því markmiði að gera Sólheima að sjálfbærara samfélagi. Á ráðstefnunni munu þau kynna verkefni sín. Kennarar þeirra hafa mikla reynslu af ýmsum sjálfbærniverkefnum og munu kynna þau sérstaklega.

Á Sólheimum eru einnig staddir nokkrir kennarar frá háskólum í Wisconsin og Arizona í Bandaríkjunum sem eru að kynna sér samfélagið. Markmið þeirra er að senda nemendur sína í arkíiektúr, landsagsarkiekúr, náttúruvísindum, skipulagsfræðum og fleiri greinum í námsferðir til Sólheima þar sem þau munu dvelja í lengri eða skemmri tíma. Þau munu ræða þau tækifæri sem felast í umhverfis- og sjálfbærninámi á Sólheimum.

Dagskrá:

9:30 Guðmundur Ármann Pétursson, forstöðumaður Sólheima setur ráðstefnuna

9:40 – 10:40 Kynningar CELL nema á verkefnum sínum

Compost Center at Solheimar – Sam Wallace og Michael Reinisch

A Trail: A Brief Affair With Nature – Jonathan Paiz og Emily Anderson

Vermicomposting at Solheimar – Emma McCully, Jenifer Morgan-Dave og Adriana Walsh

Sesseljuhus Exhibition – Teddy Jones, Charlotte og Savanna Richter


10:40 – 11:00 Kaffihlé


11:00 – 11:30  Kynningar CELL kennara á verkefnum sínum.

Sustainable Fast Food – Karin Wittmann, kennari í umhverfisfræðum og sjálfbærni hjá CELL

Permaculture: Growing Community and Ecosystem Health – Hank Colletto, kennari í umhverfisfræðum og sjálfbærni hjá CELL


11:30 – 12:00 Kynningar háskólakennara frá University of Wisconsin, Stevens Point og Northern Arizona University.

Dianne McDonnell – Lector í byggingar- og umhverfisverkfræðideild Northern Arizona University

Aaron Thompson – Lektor í landnotkun, UWSP

Anna Haines – Prófessor í landnotkun og samfélagsþróun, UWSP

Aaron Kadoch – Lektor í innanhúsarkitektúr, UWSP

Að ráðstefnu lokinni geta ráðstefnugestir fengið sér hádegismat í Vigdísarhúsi á 1700 kr

Ráðstefnan er öllum opin, án endurgjalds og ekki er þörf á að skrá sig.
Ráðstefnan fer fram á ensku.
study27

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is