Pósturinn Páll!

Það er einstaklega gaman að taka á móti hópum frá Póstinum, en undanfarnar helgar hafa dottið inn stórir starfsmanna hópar frá Póstinum.  það þótti viðeigandi að heilsa upp á póstmeistara Sólheima og gefa honum gjafir!  pósturinn okkar hann Gunnlaugur Ingimarsson stendur sig einstaklega vel, pósthúsið og aðstaða til fyrirmyndar, hann sér sko til þess að pósturinn komist alla leið..  þess má geta að Gulli er metnaðarfullur rithöfundur að eigin sögn og kirkjuvörður Sólheimakirkju.  Við þökkum Póstinum fyrir góða heimsókn og póstinum okkar fyrir að taka vel á móti þeim. 
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is