Nýtt búsetuúrræði í Brautarholti

Breytingarnar á Brautarholti eru á loka metrunum og væntanlega flytja nýir íbúar í húsið í byrjun mars. Í húsinu eru þrjár íbúðir og sameiginlegur þjónustukjarni ásamt auka herbergi. Munu þrír núverandi íbúar Sólheima flytja sig um set í Brautarholt og við það fækkar um einn íbúa í Steinahlíð og tvær íbúðir losna.


Hér sést yfir stofuna og eldhúsið í stærstu íbúðinni. Inn af stofunni sést í svefnherbergi og baðherbergi.


Hér er verið að setja upp innréttingu í annarri íbúð og sést fram í sameiginlegt anddyri.


Lítil innrétting í minnstu íbúðinni.


Baðherbergin eru öll með svipuðu sniði en misjafnlega stór

   
Eldhúsið í sameiginlega rýminu er farið að taka á sig mynd og verið er að mála sólstofuna. Á seinustu myndinni sést yfir sameiginlega rýmið og inn í þvottahús, baðherbergi og það rétt glittir í innganginn í stærstu íbúðina.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is