Nú fer sko allt upp í LOFTIÐ!

Starf félagsmiðstöðar Sólheima byggist á grunngildum Sólheima:
Kærleik – Virðingu – Fagmennska – Sköpunargleði.
Nú er búið að opna félagsmiðstöðina og þetta er svo sannarlega góð viðbót við annað félagsstarf. Margt hægt að gera, eða bara ekki neitt, s.s. biljarð, pílukast, spil, legó, púsla, horfa á bíómyndir, hlusta á tónlist, spila playstation, spjalla saman o.s.frv…fyrir utan fasta liði.
Með opnun félagsmiðstöðvar á Sólheimum er leitast við að rjúfa félagslega einangrun, styrkja jákvæða sjálfsmynd og bjóða upp á vettvang til tjáningar á ýmsum sviðum.
Meginmarkmið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem góðgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi.
Fastir liðir gætu til dæmis verið: Bingókvöld, Söngvakeppni, Hrekkjavaka, Dragkeppni, DJ – kvöld, tölvuleikjamót og kvikmyndakvöld svo eitthvað sé nefnt.
Stefnt er að því að aðgengi sé gott og nýting flesta daga.
Nú er notendaráð að skipuleggja opnun og lokun, hver gerir hvað osfrv. Notendaráð er að mestu skipuð þjónustuþegum með stuðningi.
Búið var að velja nöfn af þeim 40 nöfnum sem bárust í nafnasamkeppnina. Þessi fimm nöfn voru kynnt og fór kosning fram á fésbókinni. Þess utan, til að gera gott útvarp!, gátu allir hringt inn í beina útsendingu hjá útvarpsstöðinni ÚPS á Sólheimum og valið sitt uppáhalds nafn. Það nafn sem fékk flestu stigin er nafn nýrrar félagsmiðstöðvar. Nöfnin sem komu til greina voru;
Félagsheimilið: Hjartað, Loftið, Ólinn, Sólver og Vinasetur
Hver og einn sem þátt tók mátti bara nota eitt atkvæði.
Þátttaka var mjög góð og skýr niðurstaða en félagsmiðstöðin Loftið vann með 10 atkvæða mun.
Til hamingju íbúar, þetta er hér með komið í loftið! Njótið vel og búum til góðar minningar saman.

 

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is