Menningarveisla Sólheima 2018, Tónaflóð í Sólheimakirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14:00

Menningarveisla Sólheima 2018

Tónaflóð 

Elmar Gilbertsson tenórsöngvari
Elena Postumi píanóleikari sér um undirleik

Rokkarinn, gítarleikarinn, rafeindavirkinn, eldsmiðurinn og tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson ætlar að þenja raddböndin og flytja nokkur vel valin lög í Sólheimakirkju og eins og alltaf er ókeypis aðgangur að öllum viðburðum Menningarveislunnar. Elmar hefur sungið víða og túlkað fjölmargar persónur óperubókmenntanna í allnokkrum óperuhúsum og tónlistarsölum víða um heim. Hann er margverðlaunaður söngvari og hlaut bæði Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 í flokki sígildrar og samtímatónlistar og einnig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Lenskys í uppfærslu Íslensku óperunnar á Evgení Onegin haustið 2016.

Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is