Laugardaginn 3 júní Menningarveisla Sólheima 2017 hefst klukkan 13:00

Menningaveisla Sólheima hefst laugardaginn 3 júní kl.13:00 við Grænu könnuna. Eftir setningu verður gengið að Ingustofu og samsýning vinnustofa skoðuð síðan að Sesseljuhúsi á sýninguna “ Hvað hef ég gert,, en það er okkar túlkun á vanda hnattrænnar hlýnunar og mögulegum lausnum.

Við endum í Sólheimakirkju Kl 14:00 en þá mun Sólheimakórinn flytja nokkur lög undir stjórn Bjarka Bragasonar og nokkur lög úr Ævintýrakistunni flutt undir stjórn Þrastar Harðarsonar.  Það er ókeypis aðgangur á alla viðburði Menningarveislunnar sem stendur til 19. ágúst, með fjölbreytta dagskrá, uppákomur, tónlistarviðburði og sýningar.  Kaffið húsið Græna kannan og verslunin Vala eru með opið alla daga frá kl 12:00 -18:00

Lífrænar vörur og veitingar í fyrirrúmi

Allir velkomnir á Menningarveislu Sólheima

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is