Maínámskeið CELL 2013

Nú er hafið maínámskeið CELL, Center for Ecological Living and Learning, hér á Sólheimum. Þetta er sjötta árið sem CELL kemur á Sólheima. Námskeiðin sem háskólasamtökin bjóða upp á eru fjölbreytt en snúa öll að sjálfbærni og umhverfismálum með einhverjum hætti. Einnig fá nemendurnir kennslu í íslenskri tungu, menningu og sögu. Yfirskrift námsins er sjálfbært líf í sjálfbæru samfélagi og taka nemendurnir virkan þátt í daglegu lífi á Sólheimum með sjálfbærni að leiðarljósi. Stór hluti af náminu er vettvangsferðir um íslenska náttúru, kynnisferðir í íslensk fyrirtæki og stofnanir auk þess sem sérfræðingar á sviði umhverfismála halda fyrirlestra fyrir nemendurna.

cellmai2013a

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is